Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 20. febrúar 2018 12:42
Elvar Geir Magnússon
Fjölskylda Mata hafði áhyggjur þegar Mourinho var ráðinn
Juan Mata.
Juan Mata.
Mynd: Getty Images
Juan Mata, leikmaður Manchester United, segist hafa fengið fjölda símtala frá áhyggjufullum vinum og fjölskyldumeðlimum þegar Jose Mourinho var ráðinn stjóri United.

Mata lék undir stjórn Mourinho hjá Chelsea en fjölmiðlar fjölluðu talsvert um að samband þeirra væri stirt. Mourinho seldi Mata til United í janúar 2014.

Margir héldu að Mata ætti ekki framtíð á Old Trafford þegar Mourinho var ráðinn þangað en þær spár rættust ekki og Spánverjinn hefur verið í stóru hlutverki

„Það er satt að ég fékk símtöl frá áhyggjufullum vinum og fjölskyldumeðlimum en ég vissi að það voru engin persónuleg vandamál varðandi Mourinho hhá Chelsea. Kjaftasögur og lygar dreifðust út um eitthvað sem átti sér ekki stað," segir Mata.

Sjálfur hefur Mourinho sagt að Mata sé mjög mikilvægur leikmaður í sínum leikmannahópi.

„Mikilvægur leikmaður fyrir mig, mikilvægur fyrir félagið og mikilvægur fyrir aðra leikmenn," sagði Mourinho á fréttamannafundi á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner