Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 20. febrúar 2018 19:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola fór heim til Wenger - Vildi spila fyrir Arsenal
Guardiola er í dag stjóri Manchester City.
Guardiola er í dag stjóri Manchester City.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hafi sem leikmaður viljað ganga í raðir Lundúnafélagsins. Guardiola hafi eitt sinn heimsótt Wenger með það í huga að fá félagskipti til Arsenal.

Manchester City og Arsenal mætast í úrslitaleik enska deildabikarsins næstkomandi sunnudag.

„Ég talaði við hann (Guardiola) nokkrum sinum og einu sinni kom hann heim til mín þegar hann var leikmaður þar sem hann vildi spila fyrir Arsenal," sagði Wenger í samtali við bEIN Sports.

Það varð hins vegar ekkert af því.

Guardiola lék fleiri en 250 leiki fyrir Barcelona á ferli sínum, en hann á einnig leiki fyrir Roma, Brescia, Al-Ahli og Dorados í Mexíkó. Guardiola lagði skóna á hilluna árið 2006.

Eftir að hafa lagt skóna á hilluna fór hann að einbeita sér að þjálfun er í dag stjóri Manchester City eftir að hafa áður haldið utan um stjórnartaumana hjá Bayern og Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner
banner