banner
   þri 20. febrúar 2018 12:30
Magnús Már Einarsson
Guðmundur Friðriks í Þrótt R. (Staðfest)
Guðmundur var á láni hjá Þrótti  hluta sumars 2016.
Guðmundur var á láni hjá Þrótti hluta sumars 2016.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Þróttur R. hefur fengið bakvörðinn Guðmund Friðriksson í sínar raðir frá Breiðabliki. Guðmundur gerði samning við Þrótt út tímabilið 2019.

Guðmundur þekkir til hjá Þrótti því hann var á láni hjá liðinu síðari hluta sumars 2016 þegar það féll úr Pepsi-deildinni.

Guðmundur er 24 ára gamall en hann lék með Ægi og Breiðabliki í yngri flokkunum. Síðastliðið sumar spilaði Guðmundur tíu leiki í Pepsi-deildinni með Breiðabliki

Hann var ekki í leikmannahópi Breiðabliks þegar liðið sigraði Þrótt 6-0 í Lengjubikarnum á sunnudaginn.

Guðmundur er fyrsti leikmaðurinn sem Þróttur fær í sínar raðir í vetur en liðið endaði í 3. sæti í Inkasso-deildinni í fyrra eftir að hafa verið í baráttu um að fara upp.

Komnir:
Guðmundur Friðriksson frá Breiðabliki

Farnir:
Grétar Sigfinnur Sigurðarson
Heiðar Geir Júlíusson í Fram
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner