Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 20. febrúar 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Hazard: Við stöndum allir með Conte
Mynd: Getty Images
Orðrómar hafa verið í gangi varðandi framtíð Antonio Conte hjá Chelsea og hefur ósætti í búningsklefanum verið nefnt. Eden Hazard gefur lítið fyrir þær sögusagnir og segir leikmannahópinn standa þétt við bakið á stjóranum.

Chelsea mætir Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld og er Hazard einbeittur að leiknum.

„Við erum með góða liðsheild, við stöndum allir við bakið á Conte. Við tökum einn leik í einu og ætlum að leggja allt í sölurnar gegn Barcelona," sagði Hazard.

Hazard hefur verið orðaður við brottför frá Chelsea þar sem félög á borð við Real Madrid og PSG hafa sýnt honum áhuga.

„Ég er samningsbundinn Chelsea í tvö og hálft ár í viðbót og mér líður vel hérna. Ég hef verið orðaður við Real Madrid í nokkur ár, þetta er ekkert nýtt fyrir mér. Ef mér líður eins og ég þurfi að fara burt, þá geri ég það."
Athugasemdir
banner
banner
banner