þri 20. febrúar 2018 15:41
Magnús Már Einarsson
Manchester City gæti lögsótt stuðningsmann Wigan
Aguero brjálaðist.
Aguero brjálaðist.
Mynd: Getty Images
Manchester City er að íhuga að lögsækja stuðningsmann Wigan sem hljóp í átt að Sergio Aguero eftir 1-0 tapið City í enska bikarnum í gærkvöldi.

Aguero sló meðal annars til stuðningsmanns eftir leik en stuðningsmaðurinn hafði pirrað hann áður.

Stuðningsmaðurinn er sakaður um að hafa hrækt í eyrað á Aguero og öskrað ókvæðisorðum að honum áður en Argentínumaðurinn brjálaðist.

Aguero sló til stuðningsmannsins og ætlaði að ráðast á hann áður en viðstaddir náðu að róa hann niður.

Manchester City hefur rætt við Aguero um atvikið og félagið er nú að spjalla við lögfræðinga áður en ákveðið verður hvort að stuðningsmaðurinn verði lögsóttur eða ekki.

Forráðamenn Manchester City hafa einnig lýst yfir óánægju sinni með öryggisgæsluna hjá Wigan en hundruðir stuðningsmanna komu hlaupandi inn á völlinn í leikslok.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner