Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 20. febrúar 2018 22:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Messi braut loksins ísinn gegn Chelsea
Mynd: Getty Images
Lionel Messi tókst loksins að skora fótboltamark gegn Chelsea í kvöld er hann tryggði Barcelona jafntefli gegn Englandsmeisturunum í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Chelsea og Barcelona hafa mæst oft í gegnum tíðina en það tókst í níundu tilraun hjá Messi að skora gegn Chelsea.

Markið skoraði hann þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum á Brúnni í kvöld, eftir mistök í vörn Chelsea. Þetta var hans fyrsta mark gegn Chelsea eftir 729 mínútna bið!

Nú er Messi búinn að skora gegn 31 af 37 liðum sem hann hefur mætt í Meistaradeildinni, þá er hann einnig sá leikmaður sem skorar flest mörk í Meistaradeildinni gegn enskum liðum.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner