þri 20. febrúar 2018 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Allt varð vitlaust eftir tæklingu Naby Keita
Keita er verðandi leikmaður Liverpool.
Keita er verðandi leikmaður Liverpool.
Mynd: Getty Images
Naby Keita, verðandi leikmaður Liverpool, lét finna fyrir sér í leik RB Leipzig og Eintracht Frankfurt í þýsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Það var hart barist í leiknum, skiljanlega þar sem bæði lið eru í baráttu um að komast í Meistaradeildina fyrir næstu leiktíð. Eftir tæklingu Keita undir lok fyrri hálfleiks sauð upp úr.

Keita fór aftan í Makoto Hasebe, leikmann Frankfurt, en Gíneumaðurinn ætlaði að gera það rétta í stöðunni og ganga í burtu. En Hasebe var langt frá því að vera sáttur.

Hann ákvað að ýta Keita sem varð til þess að allir 22 leikmennirnir sem voru inn á vellinum blönduðu sér í málið. Allt varð vitlaust!

Felix Zwayer, dómari leiksins, náði að lokum stjórn á stöðunni og liðin gengu til búningsklefa.

Keita þurfti að fara meiddur af velli á 61. mínútu en án hans tapaði RB Leipzig 2-1 og er liðið nú í fimmta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar.

Keita hefur samþykkt að spila fyrir Liverpool á næstu leiktíð en hann hefur Verðandi leikmaður Liverpool gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á þessu tímabili. Ralph Hasenhuttl, stjóri RB Leipzig, er á þeirri skoðun að frammistaða hans hafi dalað mikið eftir að hann samþykkti að ganga í raðir Liverpool.

Myndband frá atvikinu í gær má sjá með því að smella hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner