þri 20. febrúar 2018 18:00
Magnús Már Einarsson
Snæfell fær fjóra erlenda leikmenn fyrir 4. deildina (Staðfest)
Snæfell fagnar marki í 4. deildinni í fyrra.
Snæfell fagnar marki í 4. deildinni í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Snæfell frá Stykkishólmi hefur fengið fjóra erlenda leikmenn til liðs við sig fyrir átökin í 4. deildinni í sumar.

Um er að ræða þá Almantas Vansevicius, Paulius Osauskas og
Marius Ganusauskas frá Litháen sem og Julio Cesar Fernandez De la Rosa frá Antígva og Barbúda.

Á dögunum var Senad Kulas fyrrum leikmaður Víkings Ólafsvíkur ráðinn þjálfari Snæfells.

Snæfell hefur ekki riðið feitum hesti í 4. deildinni undanfarin ár. Í fyrra tapaði sameiginlegt lið Snæfells/UDN öllum 14 leikjum sínum og fékk 135 mörk á sig. Núna er hins vegar búið að blása í herlúðra í Stykkishólmi og undir stjórn Senid ætlar liðið að mæta mun öflugra til leiks í sumar.

Snæfell spilar í A-riðli í 4. deildinni í sumar með Berserkjum, Hamri, KB, KFR, Stokkseyri, Stál-úlfi og Ými.
Athugasemdir
banner
banner
banner