Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 20. febrúar 2018 15:30
Magnús Már Einarsson
Will Grigg: Svekkjandi að þetta taki sviðsljósið af sigrinum
Mynd: Getty Images
Will Grigg, framherji Wigan, er svekktur með að fyrirsagnirnar í dag snúist um stuðningsmenn liðsins en ekki frækinn 1-0 sigur á Manchester City.

Grigg skoraði sigurmarkið í leiknum en fréttirnar í dag hafa mikið snúist um fagnaðarlæti stuðningsmanna eftir leik þar sem Sergio Aguero, framherji Manchester City, sló meðal annars til stuðningsmanns.

„Þetta er svekkjandi því við viljum ekki taka sviðsljósið af leikmönnunum, félaginu og öllum sem tengjast þessu því þetta var virkilega sérstakt kvöld," sagði Grigg.

„Þetta er svekkjandi en við reynum að einbeita okkur að leiknum og því versu stórt þetta kvöld var fyrir okkur. Þetta er eitt af þessum kvöldum sem fer í sögubækur félagsins."

Það er ekki hægt að ljúka fréttinni nema með því að taka lagið. Will Grigg's on fire!


Athugasemdir
banner
banner
banner