Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 20. mars 2017 17:45
Stefnir Stefánsson
Gary Neville: Að reka stjóra á miðju tímabili ætti að vera bannað
Gary Neville hefur áhugaverðar skoðanir á þjálfaramálum
Gary Neville hefur áhugaverðar skoðanir á þjálfaramálum
Mynd: Getty Images
Martin Tyler og Gary Neville veltu því fyrir sér í sjónvarpssetti Sky í gærkvöldi, hvort að koma þyrfti á reglum með brottrekstur þjálfara.

Upp komu tillögur eins og félagaskiptagluggi fyrir nema fyrir þjálfara sem og vangaveltur þess efnis að hreinlega ætti að vera bannað að reka þjálfara á miðju tímabili.

Swansea, Crystal Palace, Hull og Leicester hafa öll skipt um stjóra á þessu tímabili. Gengi þeirra allra hefur verið til hins betra eftir þjálfaraskiptin. Á meðan Arsene Wenger er undir gríðarlegri pressu frá stuðningsmönnum Arsenal og fjölmiðlum í kjölfar nokkura slæmra úrslita í röð. Neville sagði að hann væri ekki mótfallinn því að banna hreinlega þjálfaraskipti á miðju tímabili.

„Ég væri algjörlega hlynntur þeirri tillögu að þjálfarar gætu ekki misst starf sitt á miðju tímabili" sagði Neville og hélt svo áfram.

„Það myndi valda því að þegar að byrjun tímabils kæmi þyrfti hann að stýra liðinu út leiktímabilið. Knattspyrnan í heild sinni myndi að ég tel styðja þetta en ég er ekki svo viss með eigendur liðanna." sagði Neville og ræddi síðan um hlið leikmanna og hvernig þetta gæti gagnast þeim.

„Þetta myndi gefa leikmönnum tækifæri á að vita það að þjálfarinn væri ekkert að fara og þeir þyrftu að taka það í sátt og vinna út frá því."

Þá telur Neville einnig að í kjölfar viðsnúninga á gengi liðanna, sem skipt hafa um þjálfara í ensku deildinni á þessu tímabili, fylgi ákveðin áhætta. Sú áhætta felst í því að eigendur annara liða muni reyna að fara sömu leið þegar illa gengur og þessi þróun sé ekki góð fyrir knattspyrnuna.

„Þegar liðin á botni deildarinnar eru að skipta um þjálfara þá hálfpartinn vonar maður að þetta gangi ekki upp hjá þeim, vegna þess að þegar það gengur upp þá gefur það öðrum eigendum sem eiga lið í slæmri stöð byr undir báða vængi til að láta stjórann fara."

„Við höfum séð dæmi þar sem að þjálfarinn hefur verið rekinn en samt gengur ekkert upp. Ég er ekki viss um að stjórinn sjálfur sé oft vandamálið. Heldur tel ég að stundum sé það nauðsynlegt til þess að fá leikmennina til að bregðast við." sagði Neville að lokum.
Athugasemdir
banner