Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 20. mars 2017 09:00
Magnús Már Einarsson
Gylfi til Everton?
Powerade
Gylfi er orðaður við Everton.
Gylfi er orðaður við Everton.
Mynd: Getty Images
Wenger er sagður ætla að halda áfram með Arsenal.
Wenger er sagður ætla að halda áfram með Arsenal.
Mynd: Getty Images
Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er á meðal leikmanna sem koma við sögu í slúðurpakka dagsins.



Arsene Wenger, stjóri Arsenal, ætlar að taka eitt tímabil í viðbót með liðinu. Óvíst er hins vegar hvort Mesut Özil verði áfram hjá Arsenal eða ekki. (Daily Mail)

Tony Pulis, stjóri WBA, segir að Wenger hafi sagt við sig eftir leik liðanna um helgina að hann ætli að halda áfram með Arsenal. (Sun)

Ákvörðun Wenger um framtíðina mun ekki stjórnast af því hvort Arsenal nái Meistaradeildarsæti eða ekki. (Times)

Chelsea telur sig vera í sterkri stöðu til að landa Tiemoue Bakayoko (22), miðjumanni Monaco. (Daily Mirror)

Everton gæti reynt að fá Gylfa Þór Sigurðsson frá Swansea í sumar. (Liverpool Echo)

Tottenham er á eftir Suso, miðjumanni AC Milan. Suso lék áður með Liverpool. (Daily Mirror)

Cesare Prandelli, fyrrum landsliðsþjálfari Ítalíu, segist hafa hafnað Leicester eftir meðhöndlun félagsins á Claudio Ranieri. (Sun)

David Moyes, stjóri Sunderland, er með stuðning frá Ellis Short eiganda félagsins þrátt fyrir að liðið sé sjö stigum frá öruggu sæti í ensku úrvalsdeildinni. (Sunderland Echo)

Sam Allardyce, stjóri Crystal Palace, segir að það sé á ábyrgð formanns félagsins að halda Wilfried Zaha en kantmaðurinn hefur verið orðaður við Tottenham. (Daily Telegraph)

Liverpool og Tottenham eru að berjast um Moussa Marega, framherja Porto. Hinn 24 ára gamli Marega er í dag í láni hjá Vitoria Guimares en honum hefur verið líkt við Jamie Vardy. Marega er frá Malí en hann er með riftunarákvæði upp á 35 milljónir punda í samningi sínum. (Sun)

Barcelona ætlar að reyna að fá Philippe Coutinho frá Liverpool og Marco Verratti frá PSG til að hjálpa til á miðjunni ef Andres Iniesta fer þegar samningur hans rennur út í sumar. (Daily Mirror)

Bournemouth vill halda Jack Wilshere lengur innan sinna raða. Wilshere hefur verið á láni frá Arsenal á þessu tímabili. (Daily Echo)

Chelsea verður ennþá sterkara á næsta tímabili að sögn Antonio Conte stjóra liðsins. (Daily Star)

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, vill frekar vinna Evrópudeildina og ná þannig Meistaradeildarsæti heldur en að enda í topp fjórum í ensku úrvalsdeildinni. (Daily Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner