mán 20. mars 2017 13:43
Magnús Már Einarsson
Hópur Kosóvó gegn Íslandi: Avni Pepa ekki valinn
Icelandair
Avni Pepa er ekki í hópnum.
Avni Pepa er ekki í hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
 Atdhe Nuhiu, framherji Sheffield Wednesday, gæti leikið sinn fyrsta landsleik með Kosóvó.
Atdhe Nuhiu, framherji Sheffield Wednesday, gæti leikið sinn fyrsta landsleik með Kosóvó.
Mynd: Getty Images
Donis Avdijaj framherji Schalke.
Donis Avdijaj framherji Schalke.
Mynd: Getty Images
Albert Bunjaki, þjálfari Kosóvó, hefur tilkynnt 23 manna hóp sinn fyrir leikinn gegn Íslandi í undankeppni EM á föstudaginn.

Avni Pepa, fyrirliði ÍBV, hefur verið í hópnum hingað til í undankeppninni en hann er ekki valinn að þessu sinni.

„Þeir eru að velja leikmenn úr liðum sem eru sterkari deild en Pepsi-deildin. Það er kannski helsta ástæðan fyrir því að hann er ekki valinn," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, í sjónvarpsþætti Fótbolta.net í dag en fyrstu brotin úr þættinum birtast síðar í dag.

Kosóvó leikur sinn fimmta mótsleik í sögunni á föstudag. Kosóvó fékk aðild að FIFA í fyrra og er í fyrsta skipti að taka þátt í undankeppni HM.

Kosóvó er í 161. sæti á heimslista FIFA en Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, segir það ekki segja neitt um styrkleika liðsins.

„Það er ekki rassgat að marka það. Þeir eru nýskráðir. Þeir eru bara búnir að spila fjóra keppnisleiki og þeir munu rjúka upp þennan lista," sagði Heimir á fréttamannafundi fyrir helgi.

Þrír nýir framherjar í hópnum
Framherjarnir Donis Avdijaj, Besart Berisha og Atdhe Nuhiu gætu allir spilað sinn fyrsta landsleik fyrir Kosóvó en þeir voru ekki komnir með leikheimild með liðinu i fyrra.

Donis er leikmaður Schalke en hann lék áður með yngri liðum Þjóðverja. Berisha er fyrrum landsliðsmaður Albaníu og Nuhiu er leikmaður Sheffield Wednesday en hann lék á sínum tíma með yngri landsliðum Austurríkis.

Á meðal leikmanna liðsins eru einnig markvörðurinn Samir Ujkani sem lék áður með landsliði Albaníu en hann mætti Íslandi í undankeppni HM 2014. Valon Berisha er annar leikmaður Kosóvó sem hefur áður mætt Íslandi en hann lék á sínum tíma 20 landsleiki með Noregi.

Markverðir:
Samir Ujkani (Pisa)
Adis Nurković (Travnik)
Bledar Hajdini (Trepça'89)

Varnarmenn:
Fanol Përdedaj (1860 Munchen)
Leart Paqarada (Sandhausen)
Alban Pnishi (Grasshopper)
Amir Rrahmani (Lokomotiva)
Benjamin Kololli (Lausanne-Sport)
Fidan Aliti (Slaven Belupo)
Mërgim Vojvoda (Mouscron)
Ardian Ismajli (Hajduk Split)

Miðjumenn:
Bernard Berisha (Terek Grozny)
Valon Berisha (Red Bull Salzburg)
Bersant Celina (Twente)
Milot Rashica (Vitesse)
Herolind Shala (Kasımpaşa)
Arber Zeneli (Heerenveen)
Hekuran Kryeziu (Luzern)

Framherjar:
Vedat Muriqi (Gençlerbirliği)
Elba Rashani (Rosenborg)
Besart Berisha (Melbourne Victory)
Atdhe Nuhiu (Sheffield Wednesday)
Donis Avdijaj (Schalke 04)

Sjá einnig:
Heimir: Ekki rassgat að marka stöðu Kosóvó á FIFA listanum
Avni Pepa: Kosóvó getur komið Íslandi á óvart
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner