Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 20. mars 2017 21:30
Magnús Már Einarsson
Kristján telur að Rúrik byrji á kantinum
Reiknar með að Kári verði ekki með
Icelandair
Rúrik er kominn aftur inn í landsliðshópinn eftir langa fjarveru.  Síðasti landsleikur hans var í júní 2015.
Rúrik er kominn aftur inn í landsliðshópinn eftir langa fjarveru. Síðasti landsleikur hans var í júní 2015.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Guðmundsson var einn af gestum í sjónvarpsþætti Fótbolta.net í vikunni. Kristján reiknar með að Rúrik Gíslason komi beint inn í byrjunarliðið eftir að hafa ekki verið í landsliðshópnum í meira en heilt ár.

„Það er einhver ástæða fyrir að hann er valinn og það er eins og þjálfarateymið sé að hugsa um ákveðna reynslu,“ sagði Kristján í sjónvarpsþætti Fótbolta.net.

„Það þarf að fara með rétt spennustig í þennan leik. Kosóvó er búið að gefa út myndband og það er mikil stemning í gangi hjá þeim. Þeir sjá að þeir geti unnið þennan leik. Þjálfarateymið okkar fylgist með þessu og það þarf að hafa hárrétt spennustig því fyrsta markið skiptir öllu máli í þessum leik.“

Kristján spáir því að Rúrik og Emil Hallfreðsson verði á köntunum í fjarveru fastamanna og Arnór Ingvi Traustason byrji á bekknum.

„Arnór Ingvi er mjög góður að koma inn í leiki. Hann hefur verið eitthvað meiddur og ég er ekki viss um 90 mínútur hjá honum. Af hverju ekki að nota hann aðeins lengur áfram í því að koma inn. Hann les leikinn ofboðslega vel og veit hvert hann á að hlaupa.“

Byrjar Sverrir?
Kristján reiknar einnig með að Sverrir Ingi Ingason verði í hjarta varnarinnar og Kári Árnason verði ekki með. Kári hefur misst af síðustu fimm deildarleikjum með Omonia á Kýpur og Kristján telur að hann verði ekki klár gegn Kosóvó á föstudaginn.

„Ég held að Kári sé meiddur og spili ekki,“ sagði Kristján í sjónvarpsþættinum.

„Ég sé ekkert að því að Sverrir spili. Ég var mjög glaður þegar hann fékk samninginn á spáni. Ég hef horft á hann spila leikina þar og það er mjög gaman að sjá hann spila. Hann er tilbúinn í þetta. Ég tel að það sé betra að spila honum top fit frekar en að halda í Kára. Vonandi getur Kári spilað en ég held að hann sé meiddur.“

Hér að neðan má sjá spjallið úr sjónvarpsþættinum í heild sinni.
Sjónvarpið: Hvernig á byrjunarliðið að vera gegn Kosóvó?
Athugasemdir
banner
banner
banner