Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 20. mars 2017 19:15
Stefnir Stefánsson
Man City ákært vegna viðbragða leikmanna við vítaspyrnudómnum
Silva var spjaldaður fyrir mótmæli
Silva var spjaldaður fyrir mótmæli
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrusambandið hefur ákveðið að gefa út ákæru á hendur Manchester City fyrir að hafa mistekist að hafa stjórn á hegðun leikmanna sinna í stórleiknum gegn Liverpool í gærkvöldi.

Atvikið sem um ræðir er þegar Michael Oliver dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu þegar Gael Clichy var dæmdur brotlegur innan teigs eftir viðskipti sín við Roberto Firmino sóknarmann Liverpool.

Gael Clichy og David Silva voru báðir spjaldaði í kjölfarið en þeir mótmæltu dómnum full mikið fyrir smekk Michael Oliver og enska knattspyrnusambandsins.

James Milner tók spyrnuna og kom gestunum yfir en Sergio Aguero jafnaði metin á 69. mínútu og þar við sat.

Manchester City hafa frest til klukkan 18:00 á fimmtudaginn, 23 mars til að bregðast við ákærunni.
Athugasemdir
banner
banner