Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 20. mars 2017 12:30
Magnús Már Einarsson
Messi með 40 mörk áttunda tímabilið í röð
Magnaður!
Magnaður!
Mynd: Getty Images
Lionel Messi náði í gær þeim áfanga að fara yfir 40 marka múrinn á þesus tímabili. Messi hefur núna skorað 40 mörk eða meira átta tímabil í röð með Barcelona.

Messi skoraði tvívegis í 4-2 sigri á Valencia í gær en hann er nú kominn með 25 mörk í spænsku úrvalsdeildinni í veur. Að auki er hann með ellefu mörk í Meistaradeildinni, fjögur í spænska bikarnum og eitt í spænska ofurbikarnum en þetta gerir samtals 41 mark.

Argentínumaðurinn skoraði fyrst 40 mörk tímabilið 2009/2010 og hann hefur endurtekið leikinn öll tímabil eftir það.

„Þetta er ótrúlegt. Hann hefur slegið öll met og mun halda áfram að gera það," sagði Luis Enrique, þjálfari Barcelona.

„Það er stórkostlegt að fylgjast með Messi, enginn kemst nálægt honum í tölfræði. Það getur enginn gert þetta nema hann. Við eigum eftir að sakna hans þegar hann hættir."


Athugasemdir
banner
banner