Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 20. mars 2017 16:15
Magnús Már Einarsson
Færeyingar í lokakeppni EM U17 - Sturluðust af gleði
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Færeyska U17 ára karlalandsliðið tryggði sér í dag sæti í lokakeppni EM sem fram fer í Króatíu í maí.

Um það bil 50 þúsund manns búa í Færeyjum og mikið er fjallað um þetta magnaða afrek þar í landi en þetta er í fyrsta skipti sem fótboltalið frá Færeyjum kemst í úrslitakeppni EM.

Færeyingar unnu Slóvaka 2-1 í dag í lokaumferð í milliriðli og tryggðu um leið sætið í úrslitakeppninni. Færeyingar gerðu jafntefli við Kýpur á föstudag en þeir enduðu í 2. sæti í milliriðlinum með 4 stig. Írar unnu riðilinn með fullt hús stiga.

Ísland datt út í undankeppninni síðastliðið haust en liðið endaði í fjórða og neðsta sæti í riðli þar sem andstæðingarnir voru Ísrael, Pólland og Armenía.

Færeyingar fögnuðu ógurlega þegar flautað var til leikslok gegn Slóvakíu í dag eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner