Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 20. mars 2017 22:30
Stefnir Stefánsson
Neymar lýsir yfir áhuga sínum á að spila í ensku deildinni
Neymar er spenntur fyrir Ensku deildinni
Neymar er spenntur fyrir Ensku deildinni
Mynd: Getty Images
Neymar hefur gefið í skyn að hann muni einn daginn yfirgefa Barcelona fyrir lið í ensku úrvalsdeildinni.

Neymar hefur gert 99 mörk í 176 leikjum eftir að hann gekk til liðs við Barcelona frá Santos árið 2013. Þá er hann nýlega búinn að skrifa undir nýjann fimm ára samning við Katalóníuliðið.

En þrátt fyrir að vera nýbuinn að framlengja samning sinn við félagið hefur Neymar látið eftir sér, að hann sé spenntur fyrir ensku úrvalsdeildinni og bestu liðum hennar. Hann hefur viðurkennt að það myndi heilla hvaða leikmann sem er að fá að vinna með Mourinho eða Pep Guardiola.

„Enska úrvalsdeildin heillar mig, mér líkar leikstíll liðana og hvernig fótbolti er spilaður þarna. Og hver veit hvort að ég muni spila þarna einn daginn, myndi mig langa til þess? Já klárlega." Sagði Neymar.

„Ég dáist að liðum eins og Manchester United, Chelsea, Arsenal og Liverpool þetta eru liðin sem eru alltaf í toppbaráttunni. Svo er deildin með þjálfara eins og Pep Guardiola og Jose Mourinho þetta eru þjálfarar sem að allir leikmenn vilja fá að vinna með." sagði Neymar að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner