mán 20. mars 2017 11:00
Magnús Már Einarsson
Rashford: Rooney talaði við alla leikmenn eftir tapið gegn Íslandi
Rooney skorar gegn Íslandi á EM í fyrra.
Rooney skorar gegn Íslandi á EM í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marcus Rashford, framherji Manchester United, segir að Wayne Rooney hafi gengið á milli leikmanna enska landsliðsins og rætt við þá eftir tapið gegn Íslandi á EM í fyrra.

Rooney er fyrirliði enska landsliðsins og hann reyndi að hughreysta menn eftir tapið í 16-liða úrslitunum.

„Þegar við duttum út gegn Íslandi á EM þá voru það gríðarleg vonbrigði. Við sátum allir í búningsklefanum eftir leik og vissum ekki hvað við áttum að hugsa," sagði Rashford.

„Þá stóð Wayne upp og sagði: 'Berið höfuðið hátt. Við þurfum að berjast fyrir ýmsu í framtíðinni. Horfið fram á við.'

„Hann sagði þetta við hvern og einn leikmann. Hann gekk að hverjum og einum og horfði í augun á okkur."

„Við stöndum á þessum stað í dag. Við berum höfuðið hátt og erum að berjast fyrir framtíðinni. Ég veit að ég er ungur og allur landsliðshópurinn er frekar ungur en við viljum komast í sögubækurnar á tíma okkar í liðinu."

„Við vitum að þegar fólk horfir til baka á liðið þá verðum við dæmdir af titlunum."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner