Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   mán 20. mars 2017 20:00
Magnús Már Einarsson
Sjónvarpið: „Væri Viðar í landsliðinu núna ef Lars væri þjálfari?“
Icelandair
Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gestir sjónvarpsþáttarins í vikunni.  Kristján Guðmundsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Tómas Þór Þórðarson.
Gestir sjónvarpsþáttarins í vikunni. Kristján Guðmundsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Tómas Þór Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Á fréttamannafundi íslenska landsliðsins á föstudag þurfti Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, að svara mörgum spurningum um ölvun Viðars Arnar Kjartanssonar þegar hann var í flugi á leið í æfingabúðir með íslenska landsliðinu í nóvember. Mun þessi umræða hafa áhrif á íslenska landsliðið fyrir leikinn gegn Kosóvó á föstudag?

Málið var rætt í sjónvarpsþætti Fótbolta.net í vikunni.

„Ég held að þetta hafi ekki áhrif á leikinn. Þetta breytir aðeins aðdragandanum en þetta verður hrist úr hópnum á fyrsta degi ef það er eitthvað. Ég sé ekki að þessi umræða kosti okkur stig. Mér finnst þessi umræða vera óþörf,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson í sjónvarpsþætti Fótbolta.net og Kristján Guðmundsson tók undir með honum.

„Ég held að þetta hafi ekki áhrif á liðið. Ég held að menn vilji bara ennþá meira standa sig í leiknum á föstudaginn,“ sagði Kristján.

Tómas Þór Þórðarson var einnig gestur í þættinum og hann veltir þeirri spurningu upp hvort Viðari hefði verið refsað ef Lars Lagerback væri ennþá landsliðsþjálfari.

„Þetta landslið er byggt á hugmyndafræði Lars Lagerback. Hann talaði alltaf um að það væru ekki marga reglur en það væru guidelines. Ein af þeim er að það er ekki vín frá því að þú mætir og þangað til þú ferð. Viðar braut þá reglu ekki faktískt en þetta skýtur upp kollinum. Væri Viðar Örn Kjartansson í íslenska landsliðinu núna ef Lars Lagerback væri þjálfari?“

„Ég held að fréttirnar af þessu hafi engin áhrif á þessa stráka en þetta snýst meira um það sem er í gangi innan hópsins. Strákarnir vita að Viðar væri mögulega ekki með í hópnum ef Lars væri þarna. Er orðin breyting á þeirri dýnamík eftir að Heimir varð einn þjálfari? Þeir eru pottþétt að ræða það innan hópsins og það tekur frá leiknum.“


Brynjar Björn tók við orðinu af Tómasi. „Lars er farinn og við þurfum ekkert að tala um það mikið meira. Hann leggur grunn að þessu liði en núna eru Heimir og Helgi búnir að taka við og þeir búa til sínar reglur og venjur fyrir hópinn. Við þurfum ekki að tala mikið meira um söguna hjá Lars. Nú þurfum við að horfa fram veginn og sjá Heimi og Helga búa til sitt lið. Þeir takast á við þetta á sinn hátt,“ sagði Brynjar.

Hér að ofan má sjá spjallið í heild sinni.

Sjá einnig:
Sjónvarpið: Hvernig á byrjunarliðið að vera gegn Kosóvó?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner