Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 20. mars 2017 19:00
Magnús Már Einarsson
Ward-Prowse: Ég er tilbúinn í að spila með enska landsliðinu
James Ward-Prowse á fréttamannafundi í dag.
James Ward-Prowse á fréttamannafundi í dag.
Mynd: Getty Images
James Ward-Prowse er í skýjunum með að hafa fengið tækifæri í enska landsliðshópnum í fyrsta skipti eftir góða frammistöðu með Southampton undanfarnar vikur.

Ward-Prowse er í hópnum fyrir komandi leiki gegn Þýskalandi og Litháen.

„Gareth Southgate (landsliðsþjálfari Englands) er mjög stoltur og ástríðufullur Englendingur sem vill að við stöndum okkur vel. Ég veit ekki um neinn betri í starfið en hann," sagði Ward-Prowse við fréttamenn í dag.

„Ef við viljum ná markmiðum okkar verðum við að spila við þessi lið og vinna."

„Ég veit að ég er tilbúinn í að spila með enska landsliðinu og þjálfarinn telur það líka. Annars hefði hann ekki valið mig."

Athugasemdir
banner
banner