Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 20. mars 2018 14:30
Magnús Már Einarsson
Alexander-Arnold æfði með enska landsliðinu
Trent Alexander-Arnold.
Trent Alexander-Arnold.
Mynd: Getty Images
Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörður Liverpool, æfði með enska landsliðinu í dag fyrir komandi vináttuleiki gegn Hollandi og Ítalíu.

Alexander-Arnold er í enska U21 árs landsliðinu en hann var mættur á æfingu hjá A-landsliðinu í dag.

Hægri bakverðirnir Kieran Trippier, Kyle Walker og Joe Gomez eru allir í enska A-landsliðinu en vegna smávægilegra meiðsla var Alexander-Arnold með á æfingu í dag.

Hinn 19 ára gamli Alexander-Arnold hefur spilað 22 leiki með Liverpool á þessu tímabili en hann hefur ekki áður æft með enska landsliðinu.

Reiknað er með að Alexander-Arnold fari aftur á æfingar með U21 árs landsliðinu í vikunni og spili með því gegn Rúmeníu í vikunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner