Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 20. mars 2018 18:50
Hrafnkell Már Gunnarsson
Ashley Young: Shaw getur orðið sá allra besti
Luke Shaw leikmaður Manchester United.
Luke Shaw leikmaður Manchester United.
Mynd: Getty Images
Ashley Young leikmaður Manchester United telur að liðsfélagi sinn, vinstri bakvörðurinn Luke Shaw geti orðið sá allra besti ef hann leggur hart að sér og heldur hausnum í lagi.

Luke Shaw hefur verið mikið í fréttum þessa daganna eftir skiptingu Jose Mourinho í leik gegn Brighton um helgina.

Shaw var tekinn af velli í hálfleik í 2-0 sigri á Brighton og gagnrýndi Jose Mourinho eikmanninn harðlega eftir leik og sagði að hann hefði ekki fylgt taktískum skipunum sínum.

Nú hefur liðsfélagi hans Ashley Young sagt við BBC að hann hafi mikla trú á Shaw sem leikmanni fyrir Manchester United.

„Auðvitað er hann leikmaður sem vill gera vel, það vilja allir hjá félaginu sjá hann standa sig. Þetta er eins með alla leikmenn, þú þarft að leggja hart að þér og vera með hausinn í lagi. Hann er frábær leikmaður, ég tel að hann geti orðið einn af þeim allra bestu í sinni stöðu," sagði Ashley Young.

Sjá einnig:
Le Tissier: Mourinho er að eyðileggja Shaw
Athugasemdir
banner
banner