Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 20. mars 2018 18:10
Elvar Geir Magnússon
Santa Clara
Dvelja við hliðina á vellinum
Icelandair
Vinstra megin má sjá leikvanginn og hótel Íslands er hægra megin.
Vinstra megin má sjá leikvanginn og hótel Íslands er hægra megin.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Íslenski landsliðshópurinn er mættur til Santa Clara þar sem leikið verður gegn Mexíkó í vináttulandsleik á föstudagskvöld. Það verður ekki langt að fara á völlinn fyrir strákana okkar en þeir dvelja á hóteli sem er við hlið hans.

Sebastian Boxleitner, þrekþjálfari íslenska liðsins, birti mynd á Instagram sem tekin var frá hótelherberginu hans en þar má sjá gott útsýni á leikvanginn, Levi's stadium, en þar spilar ruðningsliðið San Francisco 49ers heimaleiki sína í NFL-deildinni.

Leikvangurinn tekur um 69 þúsund manns í sæti og ætla stuðningsmenn Mexíkó að vera með „tailgate" á bílaplaninu fyrir leik.

Um er að ræða sið sem þekkist vel í Bandaríkjunum en þá er haldið sérstakt fyrirpartí fyrir íþróttaviðburði á bílastæðum. Fólk mætir með alls kyns veitingar í bílum sínum og tónlist ómar.

Einhverjir af leikmönnum Íslands hafa nýtt frítímann í að spila golf en Jóhann Berg Guðmundsson birti mynd á Instagram þar sem hann og Magnús Gylfason, meðlimur landsliðsnefndar, standa sigurreifir á golfvelli hér í Kaliforníu.

Ísland verður án öflugra leikmanna í leiknum á föstudagskvöld en Gylfi Þór Sigurðsson og Alfreð Finnbogason eru á meiðslalistanum. Þá er óvíst hvort Aron Einar Gunnarsson fyrirliði geti tekið þátt en hann er að stíga upp úr meiðslum. Eftir leikinn gegn Mexíkó heldur Aron aftur til félagsliðs síns, Cardiff, og verður hann því ekki með í kringum leikinn gegn Perú í næstu viku en hann verður spilaður í New York.

Room with a view 🏈

A post shared by Sebastian Boxleitner (@sebastianboxleitner) on


Winning team ⛳️

A post shared by Johann Berg Gudmundsson (@johannberggudmundsson) on


Athugasemdir
banner
banner