banner
   þri 20. mars 2018 10:30
Ingólfur Stefánsson
Giggs ætlar að gefa ungum leikmönnum tækifæri
Mynd: Getty Images
Ryan Giggs, nýráðinn þjálfari Wales, segist ætla að vera duglegur við að gefa ungum leikmönnum tækifæri með landsliðinu.

Giggs var aðstoðarþjálfari Manchester United þegar Marcus Rashford fékk sitt fyrsta tækifæri með liðinu aðeins 18 ára gamall.

„Það hefur aldrei verið vandamál fyrir mig að gefa ungum leikmönnum tækifæri. Ungir leikmenn gefa ákveðinn innblástur."

„Þeir sýna baráttu og vilja fá stöðu annarra leikmanna sem hugsa þá að þeir þurfi að bæta leik sinn."


Giggs stjórnar sínum fyrstu leikjum sem landsliðsþjálfari Wales um næstu helgi í Kína bikarnum þar sem Wales mætir Kína áður en þeir mæta annað hvort Tékklandi eða Úrúgvæ.

Aaron Ramsey er ekki í hópnum hjá Wales en þar má finna unga leikmenn á borð við Ben Woodburn frá Liverpool og Ethan Ampadu frá Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner