Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 20. mars 2018 09:30
Magnús Már Einarsson
Grunur um hagræðingu úrslita í 48 leikjum í Svíþjóð
Mynd: Getty Images
Í dag kom út bók í Svíþjóð þar sem farið er ofan í saumana á leikjum þar sem grunur leikur á að úrslitum hafi verið hagrætt.

Um er að ræða 54 leiki í fótbolta og körfubolta í Svíþjóð síðan árið 2012. Þar af eru 48 leikir í fótbolta. Leikirnir sem eru teknir fyrir eru leikir sem hafa verið tilkynntir til lögreglu.

Flestir af leikjunum eru í B, C og D-deildinni í Svíþjóð en ekki í úrvalsdeildinni.

Af þessum 54 leikjum í körfu og fótbolta hafa aðilar verið dæmdir til refsingar í fjórum leikjum. Verið er að rannsaka nokkur önnur tilvik enþná.

Bókin hefur vakið mikla athygli í Svíþjóð og opnað umræðuna um hagræðingu úrslita mikið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner