Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 20. mars 2018 17:30
Magnús Már Einarsson
Gunnar Heiðar ekkert verið með ÍBV í vetur - Líklega klár fyrir mót
Gunnar Heiðar fagnar bikarmeistaratitlinum í fyrra.
Gunnar Heiðar fagnar bikarmeistaratitlinum í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyjamenn vonast til að framherjinn reyndi Gunnar Heiðar Þorvaldsson verði klár í slaginn þegar liðið mætir Breiðabliki í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar þann 28. apríl.

Gunnar Heiðar hefur ekkert spilað með ÍBV á undirbúningstímabilinu vegna meiðsla á mjöðm.

„Hann fer vonandi að gera eitthvað meira þegar við förum út til Spánar um helgina. Það er búið að greina meiðslin eins vel og hægt er og það kom ekkert alvarlegt í ljós nema slæmar tognanir. Við vonumst til að hægt verði að vinna það niður fyrir mót," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, við Fótbolta.net í dag.

Gunnar Heiðar skoraði sigurmarkið í bikarúrslitunum gegn FH í fyrra en þessi 36 ára gamli leikmaður skoraði einnig tíu mörk í sautján leikjum í Pepsi-deildinni.

Í fyrra var Gunnar Heiðar spilandi aðstoðarþjálfari hjá ÍBV en í sumar einbeitir hann sér að því að spila.

Fleiri leikmenn ÍBV hafa verið að glíma við meiðsli. Sindri Snær Magnússon fór til að mynda meiddur af velli í sigrinum á Víkingi R. um helgina og Priestley Griffiths var ekki með í þeim leik vegna meiðsla. Kristján segir að enginn leikmaður ÍBV sé þó tæpur fyrir mót.

„Meiðslin líta þannig út að þeir ættu að vera tilbúnir fyrir mót. Það eru engin meiðsli þannig að það sé útilokað að viðkomandi spili. Það hefur hins vegar verið of mikið af því að við höfum þurft að taka tvö skref aftur á bak til að taka eitt áfram," sagði Kristján.

Sjá einnig:
Kristján G: Tilfinningin er að við séum aðeins á eftir öðrum liðum
Athugasemdir
banner
banner