Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 20. mars 2018 22:00
Hrafnkell Már Gunnarsson
Malcom: Væri draumur að spila fyrir Bayern
Brasilíska ungstirnið Malcom.
Brasilíska ungstirnið Malcom.
Mynd: Getty Images
Brasilíska ungstirnið Malcom sem spilar með Bordeaux á Frakklandi segir það draum sinn að spila fyrir Bayern Munchen í Þýsklandi.

Malcom hefur verið orðaður við mörg stórlið að undanförnu.

Félög á borð við Arsenal, Chelsea, Manchester United, Tottenham, og Bayern Munchen sýndu Malcom mikinn áhuga í janúarglugganum.

Malcom vildi yfirgefa félagið en fékk það ekki. Hann er búinn að fá loforð um að hann megi fara næsta sumar.

„Bayern er eitt stærsta félag heims og það væri draumur að spila þar," sagði Malcom við Sky.

„Allir þekkja Bayern Munchen, ég mjög sáttur að heyra þeir hafi áhuga á mér. Ég ætla að halda áfram að vinna hart að mér svo ég geti einn daginn spilað fyrir Bayern Munchen," sagði Malcom.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner