Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 20. mars 2018 08:30
Ingólfur Stefánsson
Martínez ætlar ekki að spila Hazard sem falskri níu
Mynd: Getty Images
Roberto Martinez landsliðsþjálfari Belga ætlar ekki að fylgja eftir þeirri hugmynd Antonio Conte að spila Eden Hazard sem falskri níu.

Conte hefur oft nýtt sér Hazard sem falska níu á tímabilinu í fjarveru Alvaro Morata. Hazard er þó ekki talinn kunna vel við að spila það hlutverk og Martinez hefur lofað honum að hann þurfi þess ekki með landsliðinu.

„Chelsea geta notað menn eins og Pedro með honum í þeirri stöðu en fyrir mér er hann ekki fölsk nía. Við höfum Lukaku, Batshuayi og jafnvel Dries Mertens sem geta spilað þar, ég mun ekki setja Hazard þangað," sagði Martinez.

Belgar sem eru ásamt Englendingum í riðli G á komandi Heimsmeistaramóti hafa úr nóg af framherjum að velja en Christian Benteke var ekki valinn í hópinn fyrir komandi vináttulandsleiki.

„Benteke er enn hluti af hópnum. Ég vildi ekki taka of marga sóknarmenn með núna og hann þarf að einbeita sér að því að ná því besta úr sér fyrir Crystal Palace í botnbaráttunni."
Athugasemdir
banner
banner
banner