þri 20. mars 2018 18:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nýja landsliðstreyjan skorar ekki hátt hjá Mirror
Aðeins Spánverjar með verri varabúning
Icelandair
Landsliðstreyjan sem strákarnir okkar munu spila í á HM í sumar.
Landsliðstreyjan sem strákarnir okkar munu spila í á HM í sumar.
Mynd: KSÍ
Mirror hefur tekið saman lista yfir búninga sem þjóðir munu spila í á HM í Rússlandi í sumar. Átján þjóðir af 32 eru búnar að opinbera búninga sína fyrir mótið og ákvað dómnefnd Mirror að búa til einkunnagjöf til að sjá hvaða búningur væri fallegastur.

Nýi íslenski landsliðsbúningurinn var opinberaður í höfuðstöðum KSÍ í síðustu viku. Viðbrögðin hér á landi voru nokkuð jákvæð.

Búningurinn er frá ítalska framleiðandanum Errea líkt og allir landsliðsbúningar Íslands frá því árið 2002.

Í neðstu þremur sætum Mirror eru Rússlands, Sviss og Svíþjóð en Ísland kemur í 13. sætinu. Í umsögn Mirror segir að Ísland fái aukastig fyrir myndbandið sem var gefið út með búningnum.

Í efsta sæti listans er Nígería, sem er í riðli með Íslandi og má með sanni segja að það sé verðskuldað. Búningurinn sem Nígeríumenn munu klæðast er eitursvalur.

Mirror notaði tækifærið og tók líka saman lista yfir varabúninga. Varabúningurinn Íslands hefur fengið meira lof en aðalbúningurinn en á lista Mirror skorar hann ekki hátt. Hann er í næst neðsta sæti, aðeins varabúningur Spánverja er verri. Varabúningur Þjóðverja þykir fallegastur.



Athugasemdir
banner
banner
banner