Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 20. mars 2018 15:45
Magnús Már Einarsson
Óli Stefán: Ég er ekki örvæntingarfullur
Fjölbreyttari sóknarleikur - Á leið til Tyrklands á morgun
Óli Stefán Flóventsson.
Óli Stefán Flóventsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Rúnar kvaddi Grindvíkinga í vetur en markaskorun hefur þó ekki verið vandamál í vetur.
Andri Rúnar kvaddi Grindvíkinga í vetur en markaskorun hefur þó ekki verið vandamál í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Grindvíkingar eru á leið til Tyrklands.
Grindvíkingar eru á leið til Tyrklands.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
„Þetta er allt í föstum skorðum og við erum að halda áfram með þessu vinnu síðan sem hefur verið í gangi síðan við byrjuðum að þjálfa þarna. Úrslitin hafa verið fín og þessi atriði í leik liðsins sem við þurftum að bæta frá í fyrra eru að verða betri og betri," sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, við Fótbolta.net í dag en liðinu hefur vegnað vel á undirbúningstímabilinu í vetur.

Grindavík tryggði sér sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins með 3-0 sigri á Fylki í uppgjöri toppliðanna í riðli fjögur um síðustu helgi.

„Við vorum í nokkuð erfiðum riðli og það er frábært að ná að klára þetta fyrsta sæti. Fyrsta sætið er eina sætið sem gefur sæti í úrslitum og það var það sem við stefndum að. Við fórum líka í úrslit í Fótbolta.net mótinu og það er merki um pínulítinn stöðugleika. Það er það sem við erum í þessum bransa sækjum eftir."

Andri Rúnar Bjarnason skoraði 19 af 31 marki Grindvíkinga í fyrra áður en hann fór til Helsingborg í vetur. Grindavík skoraði tólf mörk í fimm leikjum í Lengjubikarnum og liðið hefur skorað mikið í vetur þrátt fyrir að Andri sé farinn.

„Okkur hefur alveg tekist að finna leiðir til að skora. Við erum að reyna að hafa sóknarleikinn örlítið fjölbreyttari og þá ættu fleiri að komast á blað í markaskorun. Maður kýs það frekar en að var háður einum manni þó að það hafi ekki verið slæmt í fyrra," sagði Óli.

Ánægður með Jóhann Helga
Jóhann Helgi Hannesson kom frá Þór í vetur til að fylla skarð Andra í fremstu víglínu og Óli er ánægður með innkomu hans.

„Við höfum verið að reyna að draga það inn í leikstílinn það sem hann hefur fram að færa. Hann býr til með krafti og vinnusemi og þá um leið losnar um aðra í kringum hann. Þetta verður betra og betra með hverri æfingunni sem lýkur."

Auk Jóhanns kom Aron Jóhannsson til Grindvíkinga frá Haukum í vetur. Að öðru leyti hafa Grindvíkingar verið rólegir á leikmannamarkaðinum hingað til.

„Við erum með augun opin. Við höfum misst fimm leikmenn frá því í fyrra og einungis fengið tvo í staðinn. Við erum hins vegar með jafnan hóp og það er gott jafnvægi í honum. Það sem kæmi inn þyrfti að vera mjög sérstakt en við erum augin opin á ákveðnum stað á vellinum. Við kíkjum á það ef það dettur eitthvað inn. Ég er með þannig hóp að við getum vandað okkur mikið og tekið okkar tíma í að leita að þessu. Ég er ekki örvæntingarfullur," sagði Óli.

Ætla að byrja á grasi beint eftir Tyrklandsferð
Grindavík mætir KA í undanúrslitum Lengjubikarsins í næstu viku, á Skírdag. Grindvíkingar stefna síðan á að leika æfingaleiki gegn Breiðabliki og Fjölni fyrir mót sem og úrslitaleik Lengjubikarsins ef liðið kemst í hann. Fyrst fer liðið hins vegar í æfingaferð til Tyrklands en Grindvíkingar fara út á morgun.

„Það verður gott að komast á stóran völl því að við æfum á 50x70 velli allt árið. Í vetur hafa fyrstu 20 mínúturnar yfirleitt alltaf verið ryðgaðar og við fögnum því að komast á stærra svæði. Ég reikna með því að Beggi vallarstjóri vinni sína vinnu þannig að við komumst beint á gras þegar við komum heim aftur. Það verður fínt að komast út til að fínstilla föst leikatriði, skerpa á forminu og fleiri atriðum fyrir fyrsta leik," sagði Óli Stefán að lokum.
Athugasemdir
banner
banner