Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   þri 20. mars 2018 11:30
Magnús Már Einarsson
Olic njósnar á leikjum Íslands
Icelandair
Ivica Olic í leik á Laugardalsvelli 2013.
Ivica Olic í leik á Laugardalsvelli 2013.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ivica Olic, aðstoðarþjálfari króatíska landsliðsins, mun fylgjast með íslenska landsliðinu í vináttuleikjunum gegn Mexíkó og Perú.

Ísland mætir Króatíu í lokaleik riðilsins á HM í sumar en leikurinn fer fram í Rostov þann 26. júní.

Ísland og Króatía voru saman í riðli í undankeppninni en Króatar ætla að fylgjast áfram náið með íslenska liðinu.

Aðstoðarþjálfarinn Olic ætlar að mæta á leiki Íslands en Zlatko Dalic landsliðsþjálfari Króata hefur staðfest þetta að sögn nígeríska fjölmiðilsins Hotsport.

Olic var ráðinn aðstoðarþjálfari Króatíu í fyrra en hann lék áður lengi með landsliðinu og spilaði meðal annars í umspili um sæti á HM 2014 gegn Íslandi.

Króatar mæta sjálfir Perú í vináttuleik á laugardaginn og Mexíkó í vináttuleik annan miðvikudag.

Króatar ætla einnig að fylgjast með öðrum andstæðingum sínum fyrir HM í þessu landsleikjahléi. Nikola Jerkan mun njósna um landslið Argentínu í leikjum gegn Ítalíu og Spáni og Ognjen Vukojevic mun fylgjast með Nígeríu í leikjunum gegn Póllandi og Serbíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner