Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 20. mars 2018 21:30
Hrafnkell Már Gunnarsson
„Salah gæti stolið Gullknettinum af Messi og Ronaldo"
Salah getur ekki hætt að skora.
Salah getur ekki hætt að skora.
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah leikmaður Liverpool hefur verið ótrúlegur með félaginu á sínu fyrsta tímabili nú í vetur.

Egyptinn er kominn með 28 mörk í ensku úrvalsdeildinni og er fjórum mörkum á undan Harry Kane framherja Tottenham.

Fyrrum leikmaður Liverpool, Harry Kewell segir Salah geta stolið Gullknettinum (e. Ballon d'Or) af Lionel Messi og Cristiano Ronaldo.

„Salah hefur verið frábær, flestir segja hann vera besta leikmann deildarinnar en ég held að hann gæti tekið næsta skref. Ef hann verður í sama stuði með Egyptalandi á HM í sumar þá gæti hann unnið Gullknöttinn að mínu mati," sagði Kewell.

"Salah er martröð fyrir varnarmenn, hann er með svakalegan hraða og heldur boltanum vel. Það eru ekki margir svona góðir með boltan í teig andstæðingsins. Ég get nefnt einn leikmann með Salah og það er Messi. Þessir leikmenn hafa svo marga hæfileika að það er varla hægt að verjast þeim," sagði Kewell að lokum.

Liverpool á eftir sjö leiki í deildinni og verður spennandi að sjá hversu mörg mörk Salah verður með í lok tímabils.

Liverpool sita í 3. sæti deildarinnar og eru í góðum möguleika að spila í Meistaradeildinni á næsta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner