Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 20. mars 2018 13:30
Magnús Már Einarsson
Segir Messi komast upp með meira í garð dómara
Marco Verratti.
Marco Verratti.
Mynd: Getty Images
Marco Verratti, miðjumaður PSG, segir að Lionel Messi leikmaður Barcelona komist upp með að skamma dómara meira en aðrir leikmenn.

Verratti fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir mótmæli í 3-1 tapi gegn Real Madrid í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í síðasta mánuði.

„Ég gerði mistök gegn Real en ég fékk rauða spjaldið út af pirringi og mér finnst stundum að dómarar ættu að sýna meiri þolinmæði," sagði Verratti.

„Þetta voru slæm viðbrögð en ég móðgaði engan. Á meðan bendir Messi á dómarann með fingri sínum og fær ekki einu sinni refsingu. Ég þarf samt að bæta hegðun mína."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner