Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 20. apríl 2014 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Gary Neville segir áhangendum Man Utd að taka langt sumarfrí
Gary Neville og Jamie Carragher
Gary Neville og Jamie Carragher
Mynd: Getty Images
Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og sparkspekingur á Sky Sports, hefur ráðlagt stuðningsmönnum félagsins að taka sér þriggja mánaða sumarfrí.

Manchester United hefur ekki gengið sem best á þessari leiktíð en Sir Alex Ferguson lét af störfum eftir síðustu leiktíð og við tók David Moyes.

Árangur hans hefur ekki verið upp á marga fiska og situr liðið í sjöunda sæti deildarinnar og er útlit fyrir að liðið nái ekki Meistaradeildarsæti í ár.

Neville kom með fína ráðleggingu sem hann birti á Twitter en þar ráðlagði hann öllum stuðningsmönnum félagsins að taka sér þriggja mánaða sumarfrí áður en enski boltinn hefst að nýju.

,,Stuðningsmenn Manchester United, bókum öll þriggja mánaða ferð í sumar og leggjumst í dvala," sagði Neville á Twitter.

Þá bætti einn stuðningsmaður Man Utd við: ,,Nei Gary, eitt ár í dvala. Ég er fluttur til ytri-Mongolíu," sagði hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner