Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 20. apríl 2014 12:30
Daníel Freyr Jónsson
Segir framtíð Lukaku velta á Meistaradeildarsætinu
Romelu Lukaku.
Romelu Lukaku.
Mynd: Getty Images
Belgíski framherjinn Romelu Lukaku hyggst hafna Everton takist félaginu ekki að tryggja sæti í Meistaradeild Evrópu.

Þetta fullyrðir Greame Sharp, fyrrum leikmaður Everton, en sá er í miklum metum á Goodison Park.

Lukaku er í dag sem lánsmaður hjá Everton frá Chelsea og segir Sharp stöðuna einfalda - Takist Everton að ná 4. sæti úrvalsdeildarinnar muni Lukaku vera áfram, annars ekki.

,,Málefni Lukaku munu sjá um sig sjálf. Hann hefur sagt að hann vilji fara í Meistaradeildina," sagði Sharp.

,,Ef Everton nær því ekki, þá er þessu auðsvarað. Ef Everton nær hinsvegar í góð úrslit, þá með sigri gegn Man Utd, þá er enn möguleiki á fjórða sætinu."

Everton situr í 5. sæti deildarinnar þegar fjórir leikir eru eftir. og er liðið einu stigi frá Arsenal í 4. sætinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner