sun 20. apríl 2014 20:52
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Messi tryggði Barcelona sigur á Bilbao
Lionel Messi skoraði sigurmarkið í kvöld
Lionel Messi skoraði sigurmarkið í kvöld
Mynd: Getty Images
Fjórir leikir fóru fram í spænsku úrvalsdeildinni í dag en Barcelona sigraði þá Athletic Bilbao með tveimur mörkum gegn einu.

Sevilla sigraði Granada með fjórum mörkum gegn engu en Diego Mainz var fyrir því óláni að skora í eigið net áður en Kevin Gameiro bætti við öðru marki. Stephane M'Bia bætti við þriðja markinu svo áður en Vitolo kláraði dæmi með fjórða markinu.

Rayo Vallecano sigraði þá Real Betis með þremur mörkum gegn einu á meðan Celta Vigo sigraði Almeria með fjórum mörkum gegn tveimur.

Barcelona var með öfluga endurkomu gegn Athletic Bilbao en Aritz Aduriz kom Bilbao yfir í byrjun síðari hálfleiks en Pedro Rodriguez jafnaði metin þegar um það bil fimmtán mínútur voru eftir.

Lionel Messi skoraði þá sigurmarkið stuttu síðar og tryggði Barcelona sigur á Bilbao en liðið er nú tveimur stigum á eftir Atletico Madrid sem er í efsta sæti deildarinnar með 85 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Barcelona 2 - 1 Athletic
0-1 Aritz Aduriz ('50 )
1-1 Pedro ('72 )
2-1 Lionel Andres Messi ('74 )

Sevilla 4 - 0 Granada CF
1-0 Diego Mainz ('14 , sjálfsmark)
2-0 Kevin Gameiro ('51 )
3-0 Stephane M'Bia ('58 )
4-0 Vitolo ('68 )

Rayo Vallecano 3 - 1 Betis
1-0 Ruben Rochina ('14 )
2-0 Paulao ('27 , sjálfsmark)
3-0 Joaquin Larrivey ('51 )
3-1 Javier Chica ('79 )

Almeria 2 - 4 Celta
0-1 Nolito ('19 )
1-1 Rodri ('40 )
1-2 Charles ('52 )
1-3 Nolito ('71 )
1-4 Fabian Orellana ('75 )
2-4 Oscar Diaz ('88 )
Athugasemdir
banner
banner
banner