Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 20. apríl 2014 10:29
Daníel Freyr Jónsson
Tottenham og Arsenal vilja leikmenn Man Utd
Powerade
Danny Welbeck er orðaður við Tottenham.
Danny Welbeck er orðaður við Tottenham.
Mynd: Getty Images
Suarez til Real Madrid á 90 milljónir?
Suarez til Real Madrid á 90 milljónir?
Mynd: Getty Images
Það er mikið um áhugavert slúður í dag. Pakki dagsins er tekinn saman af BBC og er í boði Powerade.

Miðjumaðurinn Gareth Barry er spenntur fyrir því að vera áfram hjá Everton eftir að hafa staðið sig vel sem lánsmaður frá Manchester City í vetur. (Mail on Sunday)

Arsenal mun óvænt gera 13 milljón punda tilboð í Chris Smalling, varnarmann Manchester United. (Daily Star)

Tottenham hefur áhuga á að fá framherjann Danny Welbeck frá Manchester United þar sem Daniel Levy vill fá sóknarmann í hæsta gæðaflokki til liðsins. (Sunday Mirror)

Það verður þó líklega fleiri lið sem munu berjast um Welbeck, en Englendingurinn hefur gefið það í skyn að hann sé reiðubúinn til að yfirgefa Old Trafford til að fá meiri spiltíma. (The Sun)

Real Madrid er að undirbúa nýtt mettilboð í Luis Suarez upp á 90 milljónir punda. (Caughtoffside.com)

Manchester United gæti reynt á nýjan leik að kaupa Cesc Fabregas, leikmann Barcelona, eftir að spænska félagið sagði leikmanninum að það myndi hlusta á tilboð í hann. (Metro)

Vængmaður Barcelona, Pedro, er nálægt því að yfirgefa félagið eftir að hafa misst byrjunarliðssæti sitt. Manchester City og Manchester United hafa áhuga. (Daily Star Sunday)

Manchester City hefur einnig áhuga á Iker Muniain, vængmanni Athletic Bilbao. Hann gæti kostað 15 milljónir punda þar sem eitt ár er eftir af samningi hans. (The Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner