Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 20. apríl 2015 10:20
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Pressan 
Allt á suðupunkti í leik í 3. flokki - Klefinn sóðaður út
Mynd: Getty Images
Pressan greinir frá því að leikmenn 3. flokks Fram hafi sóðað út búningsklefa í félagsheimili KR eftir leik liðanna um helgina.

„Allt var á suðupunkti eftir leikinn og Framarar voru afar óánægðir með dómgæsluna. Foreldrar veittust að dómara eftir leik," segir í frétt Pressunnar.

Halldór Árnason, yfirþjálfari yngri flokka KR og þjálfari hjá 2. flokki, sagði á Twitter að foreldrar hafi verið með líflátshótanir við dómara og veist að honum eftir leik.

Eftir að fréttin birtist bárust athugasemdir frá Júlíusi G. Guðmundssyni, formanni yngri flokka Fram. Eru þar dregnar í efa fullyrðingar um að foreldrar hafi haft í hótunum við dómara leiksins. Verið er að rannsaka hverjir bera ábyrgð á umgengni í búningsklefanum eftir leikinn en félagið líði ekki umgengni af þessu tagi.

Vilji sé hjá báðum félögum, KR og Fram, til að leysa þetta mál sín á milli í bróðerni.

Frá umgengninni í klefanum:

Athugasemdir
banner
banner
banner