Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 20. apríl 2015 11:00
Elvar Geir Magnússon
Spá Fótbolta.net - 9. sæti: Fjölnir
Ólafur Páll Snorrason er kominn aftur í Fjölni.
Ólafur Páll Snorrason er kominn aftur í Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Herra Fjölnir.
Herra Fjölnir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Sigurðarson.
Aron Sigurðarson.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Þórður Ingason markvörður.
Þórður Ingason markvörður.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Fjölnir úr Grafarvogi endar í níunda sæti í sumar ef spá Fótbolta.net rætist. Fréttaritarar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Fjölnismenn fengu alls 28 stig í spánni sem skilar þeim í 9. sæti.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. Fjölnir 28 stig
10. ÍBV 27 stig
11 ÍA 21 stig
12. Leiknir 14 stig


Um liðið: Fjölnismönnum er spáð sama sæti og þeir enduðu í síðasta tímabil. Þá var þetta unga félag nýliði í efstu deild og vakti mikla athygli í upphafi móts. Ágúst Gylfason er þjálfari liðsins en nú er hann kominn með nýjan aðstoðarmann, Ólaf Pál Snorrason sem einnig er leikmaður. Grafarvogsliðið vill festa sig í efstu deild ásamt því að reyna að skapa betri stemningu fyrir liðinu en mætingin á leiki liðsins í fyrra var ekki góð.



Hvað segir Jörundur? Jörundur Áki Sveinsson er sérstakur álitsgjafi Fótbolta.net um liðin í Pepsi-deildinni 2015. Jörundur lét af störfum sem þjálfari hjá BÍ/Bolungarvík í fyrra en þar áður var hann aðstoðarþjálfari FH. Í dag þjálfar hann meistaraflokk kvenna hjá Fylki.

Styrkleikar: Eru reynslunni ríkari frá því í fyrra. Hafa marga unga og efnilega leikmenn. Hafa fengið til sín góða leikmenn sem koma inn með sigurhefð, sem er mikilvægt. Samstaða og gleði einkennir þetta lið og þegar þeir eru í stuði þá spila þeir skemmtilegan fótbolta sem kætir áhorfendur og stuðningsmenn þeirra.

Veikleikar: Spurning hvort að sú styrking sem þeir hafa fengið í vetur sé nóg til þess að taka næsta skref. Það þarf að hafa breiðan hóp og eins þurfa að vera gæði í leikmannahópnum. Eiga fjóra heimaleiki í maí, verða að nýta heimavöllinn vel. Vonandi mæta stuðningsmenn liðsins á völlinn. Grafavogspiltar eiga það skilið.

Lykilmenn: Ólafur Páll Snorrason er sigurvegari og leiðtogi. Hans bíður ærið verkefni að hjálpa liðinu að taka skref upp á við. Spurning hvort að það trufli hann að vera í þjálfarahlutverkinu líka. Emil Pálsson kemur frá FH, eins og Óli Palli. Hann verður nú í mun stærra hlutverki hjá Fjölni en hann var hjá FH. Spennandi að sjá hvort að hann springi út. Grafarvögströllið! Gunnar Már Guðmundsson. Er þessu liði gríðarlega mikilvægur. Hann þarf að spila vel í sumar og draga vagninn.

Gaman að fylgjast með: Aron Sigurðarson, fljótur, flinkur og með Fjölnishjarta. Verður gaman að sjá hvort að hann nái að vinna sér inn fast sæti í liðinu, var svolítið inn og út í fyrra. Eins verður gaman að fylgjast með því hvort að Gústi mæti ekki örugglega með Ray-ban á hliðarlínuna....þó svo að það rigni í allt sumar!



Stuðningsmaðurinn segir - Svavar Elliði Svavarsson
„Fjölni gekk vel í Reykjavíkurmótinu í vetur og hefði getað komist í úrslit en töpuðu naumlega fyrir Val. Í Lengjubikarnum voru þeir ekki sannfærandi til að byrja með en það hefur verið stígand."

„Annars hafa þeir verið að prófa marga nýja leikmenn fyrir tímabilið og verið að gefa mönnum tækifæri. Það verður fróðlegt að að sjá hvernig liðinu sem þeir ætla að nota í sumar verður stillt upp. Það getur brugðið til beggja vona," segir Svavar sem spáir sínum mönnum 7. sæti.

Völlurinn: Fjölnisvöllur. Stúkan er ekki með þaki en sætin eru 800.

Komnir:
Arnór Eyvar Ólafsson frá ÍBV
Daniel Ivanovski frá Mjallby
Emil Pálsson frá FH á láni
Guðmundur Þór Júlíusson frá HK (Var á láni)
Ólafur Páll Snorrason frá FH

Farnir:
Arnar Freyr Ólafsson í Leikni
Árni Kristinn Gunnarsson í Augnablik
Chris Tsonis
Gunnar Valur Gunnarsson í Vængi Júpíters
Magnús Páll Gunnarsson hættur

Leikmenn Fjölnis sumarið 2015:
1 Steinar Gunnarsson (m)
3 Daniel Ivanovski
4 Gunnar Már Guðmundsson
5 Bergsveinn Ólafsson
6 Atli Már Þorbergsson
7 Viðar Ari Jónsson
8 Ragnar Leósson
9 Þórir Guðjónsson
10 Aron Sigurðarson
11 Ægir Jarl Jónasson
12 Þórður Ingason (M)
14 Ísak Atli Kristjánsson
15 Haukur Lárusson
16 Guðmundur Böðvar Guðjónsson
17 Magnús Pétur Bjarnason
18 Mark Charles Magee
19 Arnór Eyvar Ólafsson
20 Birnir Snær Ingason
21 Brynjar Steinþórsson
22 Ólafur Páll Snorrason
23 Emil Pálsson
27 Anton Freyr Ársælsson
28 Hans Viktor Guðmundsson
29 Guðmundur Karl Guðmundsson
30 Jökull Blængsson (m)

Leikir Fjölnis 2015:
3. maí Fjölnir – ÍBV
11. maí Fjölnir – Fylkir
17. maí KR – Fjölnir
20. maí Fjölnir – Keflavík
25. maí Valur – Fjölnir
31. maí Fjölnir – ÍA
7. júní Stjarnan – Fjölnir
15. júní Fjölnir – Leiknir
22. júní Víkingur R. – Fjölnir
28. júní Fjölnir – FH
13. júlí Breiðablik – Fjölnir
19. júlí ÍBV – Fjölnir
26. júlí Fylkir – Fjölnir
5. ágúst Fjölnir – KR
10. ágúst Keflavík – Fjölnir
17. ágúst Fjölnir – Valur
23. ágúst ÍA – Fjölnir
30. ágúst Fjölnir – Stjarnan
13. sept Leiknir – Fjölnir
20. sept Fjölnir – Víkingur R.
26. sept FH – Fjölnir
3. okt Fjölnir – Breiðablik

Spámennirnir: Arnar Daði Arnarsson, Alexander Freyr Einarsson, Elvar Geir Magnússon, Gunnar Birgisson, Hafliði Breiðfjörð, Arnar Geir Halldórsson og Jóhann Ingi Hafþórsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner