Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 20. apríl 2015 12:20
Elvar Geir Magnússon
Guardiola tekur ekki við Man City í sumar
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola mun standa við samning sinn hjá Bayern München og tekur því ekki við Manchester City í sumar eins og sögusagnir segja.

Guardiola hefur lengi verið á óskalista City sem er líklegt til að reka Manuel Pellegrini ef liðið nær ekki Meistaradeildarsæti.

Bayern er á góðri leið að tryggja sér þýska meistaratitilinn þriðja árið í röð, með 12 stiga forystu þegar fimm umferðir eru eftir.

„Lík og hjá Real Madrid og Barcelona er það bara þrennan sem er nægilega góð fyrir Bayern. Ég er stoltur af því að vera í þessu starfi," segir Guardiola sem útilokar að yfirgefa Bayern í sumar.
Athugasemdir
banner
banner