Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   mán 20. apríl 2015 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Inzaghi: Þetta var ekki vítaspyrna
Mynd: Getty Images
Filippo Inzaghi, þjálfari AC Milan á Ítalíu, segir að Inter hafi ekki átt að fá vítaspyrnu í nágrannaslagnum í gær.

Það var lítið um dauðafæri í þessum hörkuslag í gær en það átti sér þó stað eitt umdeilt atvik í leiknum.

Hernanes átti þá skot sem fór í Luca Antonelli, varnarmann Milan, en Inter vildi fá vítaspyrnu þar sem boltinn virtist koma við handlegginn á Antonelli.

Dómarinn dæmdi ekkert og telur Inzaghi að þar hafi verið um réttan dóm að ræða.

,,Hann reyndi ekki að hafa áhrif á leikinn með handleggnum á sér. Það er í sjálfu sér rétt að menn hafi fengið vítaspyrnu fyrir minna en ég hefði ekki dæmt víti á þetta," sagði Inzaghi.
Athugasemdir
banner
banner
banner