Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 20. apríl 2015 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Kennir Ancelotti um meiðsli Modric
Luka Modric hefur verið potturinn og pannan í liði Real Madrid
Luka Modric hefur verið potturinn og pannan í liði Real Madrid
Mynd: Getty Images
Boris Nemec, læknir króatíska landsliðsins, kennir Carlo Ancelotti, þjálfara Real Madrid, um meiðsli Luka Modric.

Modric meiddist á hné í leik liðsins gegn Malaga um helgina en hann verður frá næstu sex vikurnar.

Króatíski landsliðsmaðurinn á sér sögu í hnémeiðslum en hann meiddist í nóvember og var frá í fjóra mánuði áður en hann meiddist aftur um helgina.

,,Ancelotti ákvað að gefa Modric enga hvíld eftir að hann kom til baka eftir að hafa verið meiddur í fjóra mánuði. Hann lét hann í stað þess spila í 90 mínútur í hverjum einasta leik," sagði Nemec.

,,Modric meiddist ekki útaf högginu sem hann fékk heldur af því hann var ekki hundrað prósent klár í leikinn," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner