Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 20. apríl 2015 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool kaupir írskan markvörð
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur fest kaup á írska markverðinum, Caoimhin Kelleher, frá Ringmahon Rangers en félagið staðfesti þetta í gær.

Kelleher, sem er 16 ára gamall, skrifaði formlega undir samning við félagið á fimmtudag en hann gerði fjögurra ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið.

Hann mun koma til með að leika með unglingaliði félagsins fyrstu tvö árin af samningnum áður en hann mun æfa með aðalliðinu.

Kelleher lék nýlega með U17 ára landsliði Írlands og hjálpaði liðinu að komast í lokakeppnina og þá átti hann stóran þátt í því að tryggja félagsliði sínu sigur í efstu deild unglingaliða í Írlandi.
Athugasemdir
banner
banner