banner
   mán 20. apríl 2015 11:45
Arnar Daði Arnarsson
Pepsi-deildin
Nýliðinn - „Er ekki ljósabekkjamella"
Emil Pálsson kom í Fjölni frá FH.
Emil Pálsson kom í Fjölni frá FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net hitar upp fyrir Pepsi-deildina með því að kynna liðin í þeirri röð sem þeim er spáð. Meðfram því kynnum við einn nýliða í hverju liði, leikmann sem gekk í raðir þess fyrir tímabilið.

Nafn: Emil Pálsson
Aldur: 22 ára
Staða: Miðjumaður
Fyrri félög: Bí/Bolungarvík og FH


Hvaða væntingar hefur þú til sumarsins hjá liðinu: Besti árangur liðsins í efstu deild er 6. sæti árið 2008. Að bæta það er eitthvað sem ég horfi til.

Hvernig finnst þér búningur liðsins: Gulur og blár er alveg eitruð blanda og ekki skemmir bónus svínið fyrir.

Í hvernig takkaskóm spilar þú: Ég spila yfirleitt í Adizero en skellti mér á appelsínugula Magista í ár og bind miklar vonir við þá.

Hvert er þitt helsta afrek sem knattspyrnumaður: Að verða Íslandsmeistari með FH 2012. Einnig að hafa spilað 16 Evrópuleiki þar af 4 í undankeppni Meistaradeildarinnar, tel ég vera ágætis afrek.

Hefð á leikdegi: Er yfirleitt ekki með sérstaka rútínu en reyni að borða vel um fjórum tímum fyrir leik.

Afhverju valdir þú að fara í Fjölni: Sá fram á meiri spilatíma, tækifæri fyrir mig til að þroskast meira sem leikmaður og fá meiri stöðugleika í minn leik.

Hvernig hafa fyrstu mánuðir hjá nýju liði verið: Þeir hafa verið mjög góðir. Fór beint í æfingaferð nokkrum dögum eftir að ég skrifaði undir sem var mjög gott upp á að kynnast hópnum. Bara toppmenn í Grafarvoginum. Er mjög spenntur fyrir því að spila með þeim í sumar.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði: Þá myndi ég kippa Atla Guðna aftur í Fjölni. Hann þekkir vel til þar og er frábær leikmaður.

Hverju værir þú til í að breyta hjá félaginu: Félagið þarf að eiga við World Class kortið hjá Bergsveini Ólafssyni og breyta því þannig að hann komist bara 3 sinnum max í ræktina á viku. Hann er orðinn vel þykkur og það verða fáir sem stíga hann út í sumar.

Skilaboð til stuðningsmanna: Á fyrsta heimaleik liðsins þann 3. maí á móti ÍBV mun Ágúst Þór Ágústsson (kýs að láta kalla sig Grassa) mæta í gjörsamlega geggjuðu dressi og hvet ég fólk til að gera sér sérferð upp í Grafarvoginn til að sjá það.

,,Ég var búinn að hugsa um að fara í ferðina með FH og fara síðan strax aftur út með Fjölni," segir Emil í kímni en hann var lánaður til Fjölnis stuttu eftir æfingaferð FH til Portúgals.

,,Þetta kemur upp beint eftir ferðina með FH. Ég átti samtal við þjálfarana hjá FH þar sem við fórum yfir stöðuna og vorum sammála um að það yrði best fyrir mig að fara á lán. Það var því bónus að Fjölnir var einmitt á leiðinni út þegar ég fór til þeirra. Það hjálpaði mér að kynnast hópnum fljótt. Það var ekki leiðinlegt að geta farið í tvær ferðir. Þetta voru líka ólíkar ferðir, hjá FH var þetta meira keppnisferð en hjá Fjölni æfðum við bara.

,,Það var mjög gott veður í báðum ferðunum og jafnvel betra í seinni ferðinni. Maður er kominn með gott base fyrir sumarið. Maður hefur heyrt hinar og þessar sögur um að ég sé einhver ljósabekkjamella en það er klárlega ekki þannig. Þetta er svona hjá allri fjölskyldunni, við erum öll með dökka húð og verðum auðveldlega brún.

,,Það er verst að ég sé ekki lengur í hvíta búningnum á meðan ég er með svona góðan lit. Guli búningurinn er fínn við tanið, þetta sleppur."
Athugasemdir
banner