Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 20. apríl 2015 15:03
Elvar Geir Magnússon
Óttar Bjarni: Lofa því að Steini Gísla mun fylgjast með okkur
Óttar Bjarni í leik á Leiknisvelli.
Óttar Bjarni í leik á Leiknisvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rétt eins og í spá Fótbolta.net er nýliðum Leiknis spáð neðsta sæti í spá Vísis og Fréttablaðsins fyrir Pepsi-deildina.

Vísir birti í morgun viðtal sem Tómas Þór Þórðarson tók við Óttar Bjarna Guðmundsson, miðvörð og varafyrirliða Leiknis.

Var hann meðal annars spurður út í tíma Leiknis undir stjórn Sigursteins Gíslasonar en liðið bankaði vel á dyr Pepsi-deildarinnar með hann við stjórnvölinn. Óttar og Sigursteinn voru miklir vinir.

Sigursteinn lést í janúar 2012 eftir baráttu við krabbamein.

„Ég og Steini Gísla náðum einkar vel saman og hann var minn fyrsti þjálfari í meistaraflokki. Hann tók mig upp í meistaraflokkinn fyrir tímabilið 2010. Hann hugsaði gríðarlega vel um okkur alla," segir Óttar

„Hann gaf mér tækifæri og trú. Ég tala reglulega við eiginkonu hans eftirlifandi og þekki börnin hans mjög vel. Þetta var yndislegur tími og hann skilur ýmislegt eftir í manni og maður hugsar oft til hans, sérstaklega þegar vel gekk í fyrra."

„Hann mun fylgjast með okkur, ég skal lofa þér því."

Óttar er lykilmaður hjá Leiknismönnum og var valinn í úrvalslið 1. deildarinnar þegar Leiknir vann deildina í fyrra. Í yngri flokkunum lék Óttar á miðjunni.

„Ég var lengi að taka út þennan þroska og vaxtarkipp. Hann kom ekki fyrr en á miðári í öðrum flokki. Maður var með bollukinnar á sínum tíma en ég er búinn að hlaupa þær af mér," segir Óttar í viðtalinu sem sjá má hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner