Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 20. apríl 2015 21:15
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Vefur Man Utd 
Robin van Persie spilaði með U21 árs liði Man Utd
Van Persie er að verða klár.
Van Persie er að verða klár.
Mynd: EPA
Hollenski framherjinn Robin van Persie spilaði í 62 mínútur fyrir U21 árs lið Manchester United sem gerði 1-1 jafntefli við Leicester City í kvöld.

Van Persie hefur verið frá keppni undanfarnar vikur og var á bekknum gegn Chelsea um helgina. Hann lagði upp mark Man Utd fyrir Sean Goss í kvöld og á vef Man Utd segir að hann hafi sinnt varnarhlutverki sínu einkar vel.

Verri tíðindi fyrir Man Utd voru þau að Rafael og Adnan Januzaj meiddust báðir í leiknum í kvöld. Rafael fékk högg á rifbein og þurfti að fara af velli í fyrri hálfleik en Belginn tognaði á fæti eftir að hafa sprett eftir boltanum í byrjun síðari hálfleiks.

Jonny Evans spilaði allan leikinn en hann er að snúa aftur eftir langt leikbann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner