Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 20. apríl 2015 10:00
Elvar Geir Magnússon
Viðræður um að Falcao fari í Liverpool
Powerade
Fálkinn á Anfield?
Fálkinn á Anfield?
Mynd: Getty Images
Það er aftur kominn mánudagur. En við fáum allavega stútfullan slúðurpakka. BBC tók saman að vanda.

Jorge Mendes, umboðsmaður Radamel Falcao, hefur rætt við Liverpool um möguleika á að þessi 29 ára sóknarmaður leiki á Anfield næsta tímabil. Manchester United hefur tilkynnt Mónakó að liðið hafi ekki áhuga á að kaupa Kólumbíumanninn. (Daily Express)

Ronald Koeman, stjóri Southampton, hefur áhuga á tveimur leikmönnum Newcastle. Það eru markvörðurinn Tim Krul (27 ára) og varnarmaðurinn Daryl Janmaat (25). (Daily Mirror)

Asmir Begovic (27) er lykilmaður Stoke City samkvæmt knattspyrnustjóranum Mark Hughes sem er ákveðinn í að halda markverðinum. Real Madrid og Manchester City hafa áhuga. (Daily Mail)

West Ham er tilbúið að samþykkja 20 milljóna punda tilboð frá Chelsea í bakvörðinn Aaron Creswell (25) sem er hugsaður til að fylla skarð Filipe Luis (29) sem er á leið til Atletico Madrid. (Daily Express)

Ástralska félagið Newcastle Jets hefur áhuga á að fá sóknarmanninn Peter Crouch (34) frá Stoke. Samningur Crouch við Stoke rennur út 2017 en hann hefur skorað sjö úrvalsdeildarmörk á tímabilinu. (Daily Mirror)

Varnarmaðurinn Hector Moreno (27) færist nær Arsenal þrátt fyrir áhuga Tottenham á þessum leikmanni Espanyol. (Metro)

Fulham hefur boðið markverðinum Marcus Bettinelli (22) nýjan samning til að reyna að fæla frá áhuga Chelsea. (Daily Mirror)

Reglubreytingar gera það að verkum að liðið sem endar í sjöunda sæti úrvalsdeildarinnar mun komast í Evrópudeildina ef Arsenal vinnur Aston Villa í úrslitaleik FA-bikarsins. (Daily Mail)

Luke Shaw (19) segist loks vera farinn að aðlagast lífinu hjá Manchester United og viðurkennir með auðmýkt að hafa átt erfiða byrjun, (Guardian)

Yaya Toure (31) segist hafa verið sár vegna gagnrýni á sig í fjölmiðlum. (Manchester Evening News)

Newcastle er í hættulegri stöðu eftir tap gegn Tottenham. Þetta segir miðjumaðurinn Jack Colback (25) en liðið er sjö stigum fyrir ofan fallsæti. (Newcastle Chronicle)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner