Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 20. apríl 2017 21:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Áfrýjun Barcelona neitað - Neymar í banni í El Clasico
Neymar fékk rautt spjald gegn Malaga
Neymar fékk rautt spjald gegn Malaga
Mynd: Getty Images
Brasilíski snillingurinn, Neymar, leikmaður Barcelona verður í leikbanni í stórleiknum gegn Real Madrid, El Clasico á sunnudag.

Neymar var rekinn útaf gegn Malaga fyrr í mánuðinum fyrir að klappa kaldhæðnislega fyrir fjórða dómara leiksins.

Neymar fékk þriggja leikja bann fyrir spjaldið en Barcelona áfrýjaði því. Spænska knattspyrnusambandið neitaði hins vegar áfrýjun Barcelona og verður Neymar því í banni í El Clasico.

Barcelona gæti hins vegar tekið málið lengra og farið með það til Íþróttadómstóls til þess að fá banninu aflétt.

El Clasico verður á sunnudag klukkan 18:45 í beinni á Stöð 2 Sport 2
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner