Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 20. apríl 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alexander Már og Hákon Ingi í Kára (Staðfest)
Alexander spilar með Kára í sumar.
Alexander spilar með Kára í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Kári frá Akranesi hefur fengið liðsstyrk fyrir sumarið. Alexander Már Þorláksson og Hákon Ingi Einarsson eru komnir.

Alexander Már, sem er fæddur árið 1995, hefur komið víða við á ferli sínum, þrátt fyrir ungan aldur.

Alexander hefur leikið með Kára og undirbúningstímabilinu og nú er það ljóst að hann spilar upp á Skaga í sumar.

Alexander, sem er sóknarmaður, er uppalinn í ÍA, en hefur einnig leikið með Stjörnunni, Fram, KF og Hetti.

Hann kann svo sannarlega að skora mörk. Á síðasta tímabili skoraði hann átta mörk í 21 leik fyrir Hött, en þar áður var hann markakóngur í 2. deild með KF. Þá skoraði hann 18 mörk í 21 leik.

Hákon Ingi, sem skiptir einnig yfir í Kára, var síðasta tímabili á mála hjá Þór á Akureyri. Þar áður var hann hjá Kára.

Hann er uppalinn hjá ÍA, rétt eins og Alexander, og leikur í stöðu hægri bakvarðar. Hann lék 17 leiki með Þór í Inkasso-deildinni á síðasta tímabili og einn leik í Borgunarbikarnum.

Kári leikur í 3. deild karla, en á síðasta tímabili lenti liðið í fjórða sæti þeirrar deildar með 28 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner