Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 20. apríl 2017 23:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Bayern sýndi fjórða dómara endursýninguna
Bayern voru ansi óánægðir með dómara leiksins
Bayern voru ansi óánægðir með dómara leiksins
Mynd: Getty Images
Real Madrid sigraði einvígið gegn Þýskalandsmeisturum Bayern Munchen samanlagt 6-3 í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en nokkur atvik í seinni leik liðanna voru afar umdeild.

Seinni leikurinn fór 4-2 fyrir Real Madrid en tvö marka Evrópumeistaranna áttu aldrei að standa vegna rangstöðu.

Þá fékk Arturo Vidal ranglega sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Leikmenn og þjálfaralið Bayern voru brjálaðir yfir dómgæslunni í leiknum og þurftu Rafinha og Tom Starke að eiga nokkur orð við fjórða dómara leiksins.

Þá tók Rafinha með sér símann sinn og sýndi honum markið sem átti aldrei að standa og má sjá mynd af því hér fyrir neðan.

Real Madrid er hins vegar komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar ásamt nágrönnum sínum Atletico Madrid, Juventus og Monaco.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner